Tríó Sunnu Gunnlaugs

Um viðburðinn
Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur verið í fararbroddi íslenskrar jazztónlistar á alþjóðasenunni síðan diskurinn Long Pair Bond kom út 2011 og leikið um víða veröld. Þau eru þekkt fyrir grípandi lýríska túlkun með norrænu yfirbragði. Efnisskráin flaggar yfirleitt tónsmíðum meðlima og oft endurútsetningum á vinsælum lögum.
TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGS:
Sunna Gunnlaugs – píanó
Þorgrímur Jónsson – kontrabassi
Scott McLemore – trommur