Tríó Sunnu Gunnlaugs (IS)

Um viðburðinn
Tríó Sunnu Gunnlaugs (IS)
Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Tríó Sunnu Gunnlaugs hefur verið í fararbroddi íslensks jazz á erlendri grundu síðan þau fögnuðu útgáfu hljóðritsins Long Pair Bond á Jazzhátíð London 2011. Tríóið hljóðritaði sitt 6. albúm í upphafi árs 2025 og tónleikarnir á Jazzhátíð verða útgáfutónleikar plötunnar.
Á efnisskrá tónleikanna er frumsamin tónlist og ábreiður í bland. Tónlistinni er best lýst með orðum Jon Newey frá Jazzwise ,,Cool atmospherics and meditative quality draws on Icelandic folk melodies and brooding soundscapes, yet internally has an unhurried Bill Evans-like swing and an appetite to explore the inner soul.”
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*