Tómas Jónsson : Gúmbó no. 5 & Þórir Baldursson (IS)

Um viðburðinn
Tómas Jónsson : Gúmbó no. 5 & Þórir Baldursson (IS)
Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Gúmbó nr. 5 er verkefni sem Tómas Jónsson er nýlega búinn að setja á laggirnar og er jazztríó sem flytur nýja tónlist eftir hann. Tónlistin er býsna fönký og lagræn. Birgir Steinn Theodorsson leikur þar á kontrabassa og Magnús Trygvason Eliassen á trommur. Ég leik á píanó, Hammond orgel og melódíku. Við hljóðrituðum plötu fyrir skemmstu á 8 rása segulband sem kemur út 2025. Á tónleikunum á Jazzhátíð verður Þórir Baldursson heiðursgestur.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*