The Nordic Quintet (IS/DK/FI/SE)

Um viðburðinn
Þessi nýstofnaði kvintett á uppruna sinn að rekja til miðju dönsku jazzsenunar. Hver og einn meðlimur hefur verið áberandi alþjóðlega og hafa þeir nú tekið höndum saman og hljóðritað tvær hljómplötur sem koma út fyrr en síðar. Áhrifin eru blönduð af hardbop og modern-jazz með tilfiningamiklum tilþrifum frá hrynsveit hljómsveitarinnar. Frumsamin tónlist í bland við uppáhalds lög meðlima eru á efnisskrá.
Nafn hljómsveitarinnar er rakið til þess að í henni nást næstum öll skandinavísku þjóðernin með. Karl-Martin Almquist er sænskur, Johnny Åmann er finnskur, Carl Winter og Anders Mogensen danskir og trompetleikarinn Ari Bragi er íslenskur.
Kraftmiklir straumar koma frá bandinu og væri það mikill heiður fyrir Ara Braga Kárason að kynna þessa afburðarspilara fyrir hátíðinni.
Þess má geta að hafa þeir hljóðritað þónokkuð af efni sem hefur verið gefið út á streymisveitum við gríðarlega góðar undirtektir og hafa þeir náð saman einhverjum tugum milljónum spilana á sitt efni. “
Ari Bragi Kárason : trompet
Karl-Martin Almquist : tenór saxófónn
Carl Winther : píanó
Johnny Åmann : kontrabassi
Anders Mogensen : trommur