SVoM, Litlasveit, Djasskrakkar og Jazzhátíð Reykjavíkur taka höndum saman

Um viðburðinn
SVoM, Litlasveit, Djasskrakkar og Jazzhátíð Reykjavíkur taka höndum saman
Iðnó
Sunnudaginn 31. ágúst
16:00
Ókeypis aðgangur
Á þessum tónleikum, sem styrktir eru af Barnamenningarsjóði, mun SVoM undir stjórn Samúels Jóns Samúelssonar, Litlasveit og Barnadjass halda tónleika í Iðnó á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Djasskrakkar, gestgjafar hátíðarinnar Barnadjass í Mosó, kemur að auki fram en hljómsveitin er skipuð sex börnum á aldrinum 10-15 ára sem lært hafa að leika djass eftir eyranu undir handleiðslu Odd André Elveland. Hér mun Sunna Gunnlaugs leiða hópinn.
Litlasveit og Stórsveit SVoM eru bæði afsprengi Skólahljómsveitar Vesturbæjar og Miðbæjar. Litlasveit samanstendur af sex meðlimum SVoM sem njóta þess að spila saman og semja eigin tónlist.
Hljómsveitin er tiltölulega nýstofnuð en var formlega mynduð í byrjun þessa árs. Litlasveit spilar tónlist sem er innblásin af margvíslegum þáttum, svo sem djassi, rokki og nútímatónlistarstefnum. Hljómsveitina skipa þeir Björn (rafbassi og gítar), Frosti Pétur (trompet), Ísar Orri (trommur), Kári Kolbeinn (píanó), Styrkár Flóki (túba) og Tryggvi Kristinn (saxófónn). Stórsveit SVoM hefur tekið þátt í árlegu stórsveitarmaraþoni SR síðustu ár og samanstendur af 25 meðlimum SVoM. Sveitin kemur fram undir stjórn Samúels Jóns Samúelsson.