Stína Ágústsdóttir Kvartett

Um viðburðinn

Stína Ágústsdóttir söngkona ætti að vera jazzunnendum landsins kunn en hún var tilnefnd sem flytjandi ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár og hefur gefið út plötur á borð við Jazz á íslensku (2016), Hjörtun okkar jóla (2019) og The Whale (2020) sem allar hafa fengið mikið lof.

Stína er búsett í Stokkhólmi og hefur á síðustu árum unnið með nokkrum af fremstu tónlistarmönnum þar í landi m.a bassaundrinu knáa Henrik Linder (Dirty Loops). Þau hafa starfað mikið saman síðustu tvö ár og fá nú liðsauka frá tveimur skínandi stjörnum úr hópi íslenskra jazztónlistarmanna þeim Mikael Mána Ásmundssyni gítarleikara og Magnúsi Trygvasyni Eliassen trommuleikara. Samspil hópsins er einstaklega skemmtilegt en þau léku saman við upptökur í júlí s.l. ásamt öðrum.

Kvartettinn mun flytja blöndu af frumsaminni tónlist, sígildum jazzlögum og frumflytja nokkur verk af næstu plötu Stínu sem var tekin upp fyrir stuttu.

*Athugið – miði á þessa tónleika gildir einnig á tónleika Family Band kl. 21:15 í sama sal.

Stína Ágústsdóttir (IS) : rödd
Henrik Linder (SE) : bassi
Mikael Máni Ásmundsson (IS) : gítar
Magnús Trygvason Eliassen (IS) : trommur

 

Sjá alla viðburði