Skuggamyndir frá Býsans (IS)

Um viðburðinn
Skuggamyndir frá Býsans (IS)
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi
Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans var stofnuð árið 2010 og leikur blöndu af tónlist frá Balkanskaganum. Sú tónlist er annáluð fyrir flókna takta, dulúð og tilfinningarhita. Hljómsveitin hefur gefið út tvo geisladiska, tvær rafrænar stuttskífur (EP) og tónleikaupptöku á DVD-diski. Hafa þeir tilburðir vakið ágæta lukku og var geisladiskurinn „Night without moon“ tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014. Sveitin hefur á þessum 15 árum sem hún hefur starfað leikið um allt land en einnig farið stuttar tónleikaferðir til Makedóníu, Svíþjóðar, Noregs og Færeyja. Viðtökur alls staðar góðar og tónleikar hljómsveitarinnar skemmtileg upplifun.
Meðlimir Skuggamynda eru:
Haukur Gröndal, klarinett
Ásgeir Ásgeirsson, tamboura, bouzouki og saz baglama
Erik Qvick, slagverk
Þorgrímur Jónsson, bassi.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*