SAUMUR: Arve Henriksen-Skúli Sverrisson-Hilmar Jensson (IS/NO)

Um viðburðinn
SAUMUR Arve Henriksen-Skúli Sverrisson-Hilmar Jensson (IS/NO)
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Saumur er samstarfsverkefni Arve Henriksen, Skúla Sverrissonar og Hilmars Jenssonar. Samnefndur diskur þeirra kom út hjá Mengi 2016 og hlaut tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs sama ár og fékk sérstaka heiðursumsögn þar. Síðan þá hafa þeir félagar spilað saman víða í evrópu ýmist sem tríó eða í samstarfi við hið heimsþekkta söngtríó Trio Medivael. Tónlist þeirra sem byggir að mestu á spuna er dulúðug og falleg o þar kallast á ljós og skuggar. Arve er einn þekktasti jazztónlistarmaður noregs og hefur leikið um allan heim. Hann er einstakur trompetleikari og söngvari sem leikið hefur með fjölbreyttum hópi listamanna s.s. Bill Frisell, David Sylvian og Tigran Hamashian auk þess að hafa gefið út fjölda sólóplatna hjá ECM og Rune Gramophon. Skúli Sverrisson er þekktur um heim allan fyrir einstakan bassaleik sinn og hefur starfað með gríðalegum fjölda listamanna s.s. Arto Lindsey, Bill Frisell, Ryuichi Sakamoto og Laurie Anderson. Hann hefur og gefið út fjölda sóló og dúó platna og er atkvæðamikið tónskáld. Hilmar Jensson hefur leikið um heim allan með AlasNoAxis, Tyft og fjölmörgum öðrum. Hann hefur einnig gefið út fjölda eigin diska og er samið fjölda verka fyrir eigin sveitir og annara.
*Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.