Sara Magnúsdottir – A Place To Bloom (IS)

Um viðburðinn
Sara Magnúsdottir – A Place To Bloom (IS)
Laugardagurinn 30. ágúst kl. 20:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Hammond leikarinn og tónskáldið Sara Magnúsdóttir heldur útgáfutónleika á sinni fyrstu plötu A Place to Bloom á Jazzhátíð Reykjavíkur. Sara hefur verið búsett í New York borg í nokkur ár þar sem hún hefur stundað tónlistarnám. Platan dregur innblástur af útþrá og heimþrá, að geta fundið upplifað sig heima á mörgum stöðum líkt og Sara hefur gert. Tónlist Söru er melódísk jazz tónlist sem er rík af sál og grúvi undir áhrifum af hefðbundnum hammond orgel djass.
Með Söru leika einvala hljóðfæraleikarar, Jóel Pálsson á tenór saxófón, Andrés Thor Gunnlaugsson á gítar, Einar Scheving á trommur og Tumi Torfason á trompet.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*