Róberta Andersen sóló (IS)

Um viðburðinn
Róberta Andersen sóló (IS)
Föstudaginn 29. ágúst kl. 19:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi
Síðustu 20 ár hefur Róberta Andersen starfað með tónlistarfólki víðsvegar af landakorti íslenskrar tónlistar og meðal annars starfað með Múm, Ólöfu Arnalds, Sin Fang, Julianna Barwick og Pascal Pinon. Síðustu ár hefur hún komið fram með hljómsveitinni Hist Og sem hefur vakið athygli íslensks jazz áhugafólks.
Á tónleikunum flettar Róberta saman „klassískum bókmenntum” íslenskrar dægurtónlistar (Hljómar, Gylfi Ægisson, Magnús Eiríksson) sjötta og áttunda áratugsins við bandaríska jazz standarda í bland við eigin tónsmíðar þar sem rauði þráðurinn er frjáls spuni og einstakur hljóðheimur rafmagnsgítarsins.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*