Reynir Sigurðsson – Þakkargjörð

Um viðburðinn

Annað hvert ár heiðrum við eldri félaga fyrir framlag til jazzsenu Íslands. Í ár er það Reynir Sigurðsson víbrafón- og slagverksleikari en hann varð 83 ára fyrr á þessu ári. Reynir hefur verið atvinnuhljóðfæraleikari bróðurpart ævi sinnar allt frá því að hann gekk til liðs við hljómsveit Andrésar Ingólfssonar árið 1958. Fjölmargir hljóðfæraleikara koma fram auk þess sem Reyni verða flutt stutt ávörp. Hrynsveit Þakkagjörðarinnar skipa þeir Gunnar Hrafnsson á bassa, Einar Scheving á trommur og Guðmundur Pétursson á gítar en þeir félagar tóku upp kvartettplötu með Reyni fyrir einhverjum misserum.

Sjá alla viðburði