Reykjavík Jazz Jam 22

Um viðburðinn

Jam session undir nafninu Reykjavík Jazz Jam fór fram á hátíðinni í fyrra og vakti mikla lukku og því endurtökum við leikinn.

Jazzhátíð Reykjavíkur og Skuggabaldur taka höndum saman og bjóða upp á Reykjavík Jazz Jam í hátíðarvikunni. Að þessu sinni fara herlegheitin fram undir dyggri forystu Önnu Grétu Sigurðardóttur sem ekki þarf að kynna fyrir jazzáheyrendum Íslands.

Hljómsveit kvöldsins skipa auk Önnu Grétu þeir Johan Tengholm og Einar Scheving ásamt góðum gestum. Hljómsveitin telur í fyrr hlé en eftir hlé tekur við jam session þar sem búast má við miklu fjöri.

Anna Gréta Sigurðardóttir : píanó
Johan Tengholm : kontrabassi
Einar Scheving : trommur

Sjá alla viðburði