Rebekka Blöndal & Marína Ósk – Social call

Um viðburðinn

Jazzsöngkonurnar Rebekka Blöndal og Marína Ósk hafa verið iðnar við tónleikahald síðustu misseri og unnið sér inn verðskuldað pláss á íslenskri jazzsenu. Þær koma nú saman í fyrsta skipti á opnunartónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur 2020 og bera á borð tónleikaprógramm innblásið af plötunni “The Carmen McRae-Betty Carter Duets”. Á þeirri dýrindis plötu má heyra þær Carmen og Betty opna á samtalskennda túlkun þekktra og minna þekktra standarda, þær skatta á ská og stutt er bæði í alvarleikann og húmorinn. Rebekka og Marína ætla að flytja lög af umræddri plötu sem og lög úr katalóg þessara jazzgoðsagna og leika sér á landamærum jazzsöngsdúetta. Meðal laga sem verða á efnisskránni eru Stolen Moments, Sometimes I’m Happy og What A Little Moonlight Can Do.

FLYTJENDUR:

Rebekka Blöndal: söngur
Marína Ósk Þórólfsdóttir: söngur
Eyþór Gunnarsson: píanó
Þorgrímur Jónsson: kontrabassi
Magnús Trygvason Eliassen: trommur

 

Sjá alla viðburði