Rebekka Blöndal – Billie Holliday í 110 ár (IS)

Um viðburðinn
Rebekka Blöndal – Billie Holliday í 110 ár (IS)
Föstudagurinn 29. ágúst kl. 20:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Á komandi ári verða 110 ár frá fæðingu söngkonunnar Eleanora Fagan sem síðar varð þekkt sem Billie Holiday. Rödd Billie var einstök og túlkun hennar á tónlist og textum engu lík. Rebekka Blöndal hefur í nokkur skipti flutt tónlist Billie á heiðurstónleikum og langar nú að flytja tónlist hennar á Jazzhátíð Reykjavíkur. Hljómsveitarmeðlimir:
Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar
Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa
Sigurður Flosason á saxafón
Svanhildur Lóa á trommur.
Prógramið mun samanstanda af lögum sem hún flutti og gerði fræg og einhver þeirra sem hún samdi. Einhverjir fróðleiksmolar munu fá að fylgja með um ævi hennar og feril.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*