Óskar Guðjónsson & Skúli Sverrisson

Um viðburðinn

Óskar Guðjónsson og Skúli Sverrisson koma nú fram sem dúó í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur. Samstarf þeirra á sér langa sögu og hefur meðal annars gefið af sér tvær stórgóðar plötur, Eftir þögn (After Silence) sem kom út árið 2002 og The Box Tree sem Mengi gaf út árið 2012 en fyrir þá plötu hlutu þeir Óskar og Skúli Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu djassplötu ársins 2012. Hér er um að ræða tvo af okkar fremstu músíköntum í jazz- og spunatónlist og því einstakt tækifæri að sjá þá á tónleikum.

“If you put Stan Getz in an echo chamber, playing at the quietest volume possible, his breath audibly escaping around the reed, alongside someone playing a semi-acoustic bass with baroque-guitar technique, you’d get something roughly like “The Box Tree”, a gorgeous record of duets between two Icelandic musicians, the bassist Skuli Sverrisson and the tenor saxophonist Oskar Gudjonsson. The 10 pieces on the album are studies in melodic ebb and flow at even projection. They’re not improvised pieces; they’re well-charted with sweet melodies. Because it doesn’t sound like much else, it can carve out a privileged space for you pretty quickly. It’s a pulse-settler and an order-restorer: It could be the last thing you listen to before you go to bed, or something to lead you into sleep.”
– Ben Ratliff. The New York Times. May 10, 2013

FLYTJENDUR:

Skúli Sverrisson: bassi
Óskar Guðjónsson: saxófónn

 

Sjá alla viðburði