OKUMA

Um viðburðinn

Okuma er dúó starfrækt í Reykjavík. Þeir skilgreina tónlist sína sem heimsendatónlist – staða mannsins í nútímanum er þeim hugleikin og uppspretta hugmynda. Þeir nota gagnvirkan búnað til þess að tengja saxófón og rafgítar við módúlar-syntha og tölvur fyrir rauntímahljóðvinnslu. Okuma rannsakar ólíka tengimöguleika til þess að skapa hljóðheim sem er opinn og flæðandi en virkar einnig sem rammi fyrir spuna. Akústík mætir elektróník á lífrænum leikvelli þar sem allt getur gerst.

OKUMA:

Daníel Friðrik Böðvarsson: gítar og hljóðgervlar
Tom Manoury: saxófónn og tölvuvinnsla

 

 

 

Sjá alla viðburði