Nicolas Moreaux: Poney Moon (IS/FR)

Um viðburðinn
Nicolas Moreaux: Poney Moon (IS/FR)
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 21:00
Harpa, Norðurljós
Kvölpassi*
Poney Moon er hljómsveit sem flytur verk eftir franska bassaleikarann Nicolas Moreaux, sem búsettur er á Íslandi. Í gegnum tónsmíðar Moreaux, sem sækir innblástur sinn í rokktónlist, swing, Americana og íslenskar hljómsveitir, miðlar Poney Moon fegurð og gleði.
Í tónlistinni má greina áhrif frá listamönnum á borð við Charles Lloyd, Mugison, Wayne Shorter, Steve Lacy, ADHD, Pat Metheny Band, Pink Floyd, Jón Múla, Miles Davis og Jakob Bro. Nicolas Moreaux bætir ávallt sínum einstaka blæ við hljóm sveitarinnar.
Meðlimir sveitarinnar eru:
Jimmy Udden (altsaxófónn), Óskar Guðjónsson (saxófónn), Snorri Sigurðarson (trompet), Nico Moreaux (bassi), Agnar Már Magnússon (píanó), Andrés Þór (gítar), og Tómas Jónsson (orgel og hljóðgervlar).
Þó að sumir meðlimir sveitarinnar hafi leikið mikið saman í gegnum tíðiðna, þá er einnig til staðar ferskleiki og ný tengsl sem gera þessa sveit einstaklega áhugaverða. Sveitin mun gefa út sína fyrstu plötu sumarið 2025 í gegnum spænska útgáfufyrirtækið Fresh Sound og mun í framhaldi fagna útgáfunni með tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*