Nico Moreaux „Far“ Icelandic Nonet (FR/IS)

Um viðburðinn

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Nicolas Moreaux er franskur bassaleikari, búsettur á Íslandi. Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 mun hann kynna nýja tónlist eftir hann sjálfan, útsetta af Phillipe Maniez, sem hefur meðal annars unnið með Kurt Rosenwinkel Big band og Dedication big band.

Á tónleikunum kemur Nicolas fram ásamt nónett sínum, sem samanstendur af íslenskum tónlistarmönnum, sem Nicolas spilar reglulega með hérlendis og erlendis. Tónlistin flakkar á milli þess að vera þenkjandi og orkumikil og er að mestu innblásin af lífi Nicolas, andagift og náttúrunni.

Nico Moreaux : kontrabassi
Andrés Þór Gunnlaugsson : gítar
Sigurður Flosason : altó saxófónn
Óskar Guðjónsson : tenór saxófónn
Jóel Pálsson : tenór saxófónn
Eyþór Gunnarsson : píanó
Snorri Sigurðarson : trompet
Scott Mclemore : trommur
Matthías Hemstock : slagverk

Nánar um Nico Moreaux:

Í rúman áratug hefur jazzsenan í París notið þeirrar blessunar að hafa í hóp sínum fágæta tegund tónlistarmanns; bassaleikarann og tónskáldið Nico Moreaux. Með fjölbreyttri plötuútgáfu, þar sem hann leikur með nokkrum af fremstu tónlistarmönnum franskrar jazztónlistarsenu (t.d. Pierre Perchaud, Olivier Boge, Tony Paeleman og Tigran Hamasyan), hefur hann skapað sér nafn sem bassaleikari sem vert er að hlýða á og, mögulega enn mikilvægara, að upplifa. Með framúrskarandi þekkingu á hljóðfærinu og einstaka nálgun á listræna hugsun og fagurfræði er Nicolas góður fengur fyrir hvaða hljómsveit sem er. Hans eigin tónlist er í senn hlý og húmorísk og hefur Nicolas ástríðu fyrir sterkum og myndrænum laglínum, líkt og heyra má á hinni verðlaunuðu plötu, “Fall Somewhere”. Hvort sem er á tónleikum eða í verkum hans má sannarlega greina ásetning um að fá það fram í tónlistinni sem er mikilvægast og sannast.

Nicolas Moreaux fæddist í beinan legg franska 19. aldar tónskáldsins H. Berlioz. Hann hefur sótt einkatíma hjá meisturum á borð við Dennis Irwin, Ben Street og Johannes Weidenmueller, sem eiga það allir sameiginlegt að kenna skýrleika, notkun á rými innan tónlistarinnar, listina að vera í hljómsveit annarra og sköpun í gegnum bassann.

Hann hefur gefið út þrjár plötur sem leiðtogi hljómsveitar (með tveggja trommusetta sextett) og þrjár plötur sem meðleiðari hljómsveitar (FOX, Belleville Project) hjá þekktum plötufyrirtækjum eins og Fresh Sound, Sunnyside og Jazz&People. Á meðan tónsmíðum hans hefur verið lýst af gagnrýnendum sem ljóðrænum, kraftmiklum og lagrænum, sýna þær á sama tíma næmni hans á notkun lita þegar kemur að tónsmíðum. Nýjasta plata hans, “Fall Somewhere” sækir innblástur í folk tónlist, rokk, free-jazz, kvikmynda- og klassíska tónlist og hlaut hin virtu frönsku tónlistarverðlaun „“Grand prix du disque Charles Cros““ sem jazzplata ársins 2013.

FOX er samvinnuverkefni Nicolas Moreaux og Pierre Perchaud, ásamt Jorge Rossy og Chris Cheek og var verkefnið tilnefnt sem svokallað “Revelation” (ísl. “Uppgötvun”) á frönsku útvarps- og sjónvarpsverðlaununum “Victoires de la musique” árið 2016. Bæði Fox og Belleville Project fengu „“French American Jazz Exchange” styrkinn, veittan af Mid Atlantic Art Foundation og ADAMI.

Nico Moreaux hefur m.a. komið fram með Tigran Hamasyan, Jeff Ballard, Chris Cheek, Jorge Rossy, Baptiste Trotignon, Bill McHenry, Vincent Peirani, Bugge Wesseltoft, Hilmar Jenson, Emile Parisien, Rick Margitza, Óskar Gudjonsson, Carolina Katun, John Bestch, Macha Gharibian, Eric Lelann, Nelson Veras, Pedro Martins ásamt fleirum.

Aðrir tónleikar á sama kvöldi:

Ómar Guðjónsson

Anna Sóley

Sjá alla viðburði