Stórsveit Menntaskóla í Tónlist á Jazzhátíð Reykjavíkur
Um viðburðinn
Nemendatónleikar MÍT
Bird Reykjavík
Laugardagurinn 30. ágúst kl. 17:00
Ókeypis aðgangur
Stórsveit Menntaskóla í Tónlist kemur fram á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2025
Stórsveit Menntaskóla í Tónlist (MÍT) stígur á stokk á
Jazzhátíð Reykjavíkur laugardaginn 30. ágúst kl. 17:00 á MÍT
Showcase tónleikum sem fara fram á Bird Reykjavík. Stjórnandi er
Samúel Jón Samúelsson.
Stórsveitin hefur verið afar virk á síðasta starfsári og komið
víða fram. Meðal annars má nefna eftirminnilega tónleika í
Jazzþorpinu í Garðabæ síðastliðið vor og glæsilega sameiginlega
dagskrá með Sankt Annæ Bigband frá Kaupmannahöfn í húsakynnum
skólans í Rauðagerði 27. Með þessum viðburðum hefur sveitin
styrkt sig bæði listrænt og félagslega og sýnt hversu öflugur
vettvangur hún er fyrir unga, metnaðarfulla jazztónlistarmenn.
Á efnisskránni að þessu sinni verða verk eftir ýmsar kanónur úr
sögu stórsveitartónlistar. Þar má nefna Thad Jones, Sammy Nestico
og Don Ellis — auk frumsaminna verka eftir stjórnanda sveitarinnar,
Samúel Jón Samúelsson. Á tónleikunum má búast við krafti,
sköpunargleði og sannkallaðri tónlistarveislu fyrir alla unnendur
jazz og stórsveitartónlistar.
Nemandi Hljóðfæri
| Hinrik Torfi Róbertsson | Trommur |
| Jón Logi Pálmason BB | Bassi |
| Kári Gíslason BB | Píanó |
| Emil Logi Heimisson | Píanó |
| Ólafur Áki Kjartansson BB | Gítar |
| Guðmundur Byrnjar Þórarinsson FF | Trompet |
| Hildur Bella Rafnsdóttir | Trompet |
| Egill Orri Ormarsson Líndal BB | Trompet |
| Jón Gauti Guðmundsson DD | Trompet |
| Ingibjörg Ösp Finnsdóttir DD | Básúna |
| Dagur Ingi Viðar | Básúna |
| Eyjólfur Flóki Freysson | Básúna |
| Valtýr Ferrel | bassabásúna |
| Styrmir Egilsson CC | Altó |
| Óskar Sigurbjörn Guðjónsson BB | Altó |
| Kristinn Rúnar Þórarinsson FF | Tenór |
| Gunnar Alexander BB | Tenór |
| Matthías Birgisson | Baritón |
Ókeypis aðgangur.
Mynd: Hans Vera