Stórsveit Menntaskóla í Tónlist á Jazzhátíð Reykjavíkur

Um viðburðinn

Nemendatónleikar MÍT
Bird Reykjavík
Laugardagurinn 30. ágúst kl. 17:00
Ókeypis aðgangur

Stórsveit Menntaskóla í Tónlist kemur fram á Jazzhátíð
Reykjavíkur 2025

Stórsveit Menntaskóla í Tónlist (MÍT) stígur á stokk á
Jazzhátíð Reykjavíkur laugardaginn 30. ágúst kl. 17:00 á  MÍT
Showcase tónleikum sem fara fram á Bird Reykjavík. Stjórnandi er
Samúel Jón Samúelsson.

Stórsveitin hefur verið afar virk á síðasta starfsári og komið
víða fram. Meðal annars má nefna eftirminnilega tónleika í
Jazzþorpinu í Garðabæ síðastliðið vor og glæsilega sameiginlega
dagskrá með Sankt Annæ Bigband frá Kaupmannahöfn í húsakynnum
skólans í Rauðagerði 27. Með þessum viðburðum hefur sveitin
styrkt sig bæði listrænt og félagslega og sýnt hversu öflugur
vettvangur hún er fyrir unga, metnaðarfulla jazztónlistarmenn.

Á efnisskránni að þessu sinni verða verk eftir ýmsar kanónur úr
sögu stórsveitartónlistar. Þar má nefna Thad Jones, Sammy Nestico
og Don Ellis — auk frumsaminna verka eftir stjórnanda sveitarinnar,
Samúel Jón Samúelsson. Á tónleikunum má búast við krafti,
sköpunargleði og sannkallaðri tónlistarveislu fyrir alla unnendur
jazz og stórsveitartónlistar.

 

Nemandi                                        Hljóðfæri

Hinrik Torfi Róbertsson Trommur
Jón Logi Pálmason BB Bassi
Kári Gíslason BB Píanó
Emil Logi Heimisson Píanó
Ólafur Áki Kjartansson BB Gítar
Guðmundur Byrnjar Þórarinsson FF Trompet
Hildur Bella Rafnsdóttir Trompet
Egill Orri Ormarsson Líndal BB Trompet
Jón Gauti Guðmundsson DD Trompet
Ingibjörg Ösp Finnsdóttir DD Básúna
Dagur Ingi Viðar Básúna
Eyjólfur Flóki Freysson Básúna
Valtýr Ferrel bassabásúna
Styrmir Egilsson CC Altó
Óskar Sigurbjörn Guðjónsson BB Altó
Kristinn Rúnar Þórarinsson FF Tenór
Gunnar Alexander BB Tenór
Matthías Birgisson Baritón

 

Ókeypis aðgangur.

Mynd: Hans Vera