MÍT Showcase

Um viðburðinn

Jazzhátíð Reykjavíkur og Menntaskóli í tónlist kynna til leiks tvær hljómsveitir sem vakið hafa athygli innan og utan veggja skólans.

Kjalar Martinsson Kollmar

Söngvarinn Kjalar Martinsson Kollmar hefur vakið verðskuldaða athygli að undanförnu en hann leiðir hér hljómsveit sína í fyrsta sinn á Jazzhátíð Reykjavíkur. Hljómsveitarmeðlimir leggja allir stund á nám við Menntaskóla í tónlist.

Kjalar Martinsson Kollmar : söngur
Alexandra Rós Norðkvist : trommur
Fannar Sigurðsson : gítar
Hlynur Sævarsson : bassi
Jóhannes Guðjónsson : píanó

 

Tríó Guðjóns Steins

Guðjón Steinn Skúlason er 17 ára saxófónleikari frá Reykjanesbæ sem hefur undanfarin ár verið að rísa upp á yfirborð íslensku djass senunnar og vakið athygli fyrir efnileika í spilamennsku.

Ásamt Guðjóni koma fram þeir Alexander Grybos á gítar og Hlynur Sævarsson á bassa, en allir þrír stunda þeir tónlistarnám við MÍT. Allir þrír hafa þeir verið í reglulegu samstarfi í gegnum margskonar fjölbreytt verkefni en þeir koma nú fram í fyrsta sinn sem tríó.

Guðjón Steinn Skúlason: altó saxófónn
Alexander Grybos: gítar
Hlynur Sævarsson: bassi

Sjá alla viðburði