Meraki tríó

Um viðburðinn

Meraki tríó var stofnað árið 2018 og samanstendur af þeim Rósu Guðrúnu Sveinsdóttur baritónsaxófón- og flautuleikara, Söru Mjöll Magnúsdóttur píanóleikara og Þórdísi Gerði Jónsdóttur sellóleikara. Óhefðbundin hljóðfæraskipan gefur tríóinu möguleika á að nálgast útsetningar og spuna á fjölbreyttan máta. Meraki tríó hefur spilað eigin tónlist í bland við efni eftir aðra í nýjum útsetningum.

Þær vinna nú að sinni fyrstu plötu með tónlist eftir meðlimi tríósins. Lagasmíðavinnan hefur að miklu leyti verið unnin í fjarsambandi þar sem meðlimir búa allir í sitthvoru landinu með Atlantshafið á milli sín. Boltanum er kastað á milli og úr verður ófyrirsjáanlegur samruni ólíkra stíla sem koma saman í áhugaverðri samsuðu.

Meraki tríó hefur komið fram nokkrum sinnum á tónleikaröðinni Freyjujazz í Listasafni Íslands og einnig á tónleikaröðinni Ljúfum nótum í Fríkirkjunni.

 

MERAKI TRÍÓ:

Rósa Guðrún Sveinsdóttir: flauta, baritónsaxófónn
Sara Mjöll Magnúsdóttir: píanó
Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló

 

Sjá alla viðburði