Mánudjass – Jam Session

Um viðburðinn

Jazzhátíð Reykjavíkur og Skuggabaldur fara hér saman í eina sæng og bjóða upp á sjóðandi heita jam session.

Mánudjassinn skipa úrvalslið íslensku jazzsenunnar; Birkir Blær Ingólfsson, Hrafnkell Gauti Sigurðarsson, Birgir Steinn Theódórsson og Kristófer Rodriguez Svönuson ásamt góðum gestum.

Mánudagskvöldið 30. ágúst telur hópurinn í en eftir hlé tekur við jam session þar sem áberandi hljóðfæraleikarar á Jazzhátíð Reykjavíkur bætast við og spila út í nóttina.

 

Birkir Blær Ingólfsson : saxófónn
Hrafnkell Gauti Sigurðarsson : gítar
Birgir Steinn Theódórsson : kontrabassi
Kristófer Rodriguez Svönuson : trommur

Sjá alla viðburði