Los Bomboneros

Um viðburðinn

Það er með mikilli ánægju sem Jazzhátíð Reykjavíkur kynnir til leiks Los Bomboneros á tónleikum. Á hátíðinni 2021 spilaði Los Bomboneros sína frábæru músík ásamt stórsveit og það er ekki nóg með að þakið ætlaði að rifna af kofanum heldur munaði minnstu að Landhelgisgæslan yrði kölluð út, svo frábær var stemningin í salnum.

Los Bomboneros skipa Alexandra Kjeld (kontrabassi og söngur), Daníel Helgason (tresgítar og rafgítar), Kristofer Rodriguez Svönuson (slagverk) og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna og fiðla). Hljómsveitin hefur sérhæft sig í tónlist Mið- og Suður-Ameríku, ásamt því að leika frumsamið efni. Hún hefur komið fram m.a. á Listahátíð Reykjavíkur, Aldrei fór ég suður og á Jazzhátíð Reykjavíkur með stórsveit sinni: Los Bomboneros y Sus Bombasticos.

Hljómsveitin ætlar að fagna útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar á Jazzhátíð í ár. Platan nefnist ¡Mambó! og verður hún leikin á tónleikunum ásamt nokkrum vel völdum slögurum. Þeim til halds og traust verða þau Sólveig Morávek (flauta og klarinett) og Matthías Hemstock (slagverk).

 

Alexandra Kjeld : kontrabassi/söngur
Daníel Helgason : tresgítar/rafgítar
Kristofer Rodriguez Svönuson : slagverk
Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir : básúna/fiðla
Sólveig Morávek : flauta/ klarinett
Matthías Hemstock : slagverk

 

Sjá alla viðburði