Los Bomboneros

Um viðburðinn

Los Bomboneros flytur á þessum tónleikum tónsmíðar Daníels Helgasonar ásamt eldheitum ópusum frá Suður- og Mið-Ameríku. Los Bomboneros er kvartett sem hefur verið starfandi frá 2016 við góðan orðstír og leikur tónlist af suður-amerískum toga fyrir bæði sitjandi áheyrendur og dansandi. Kvartettinn skipa Alexandra Kjeld (bassi og söngur), Daníel Helgason (tres og gítar), Kristofer Rodriguez Svönuson (slagverk) og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna og fiðla). Búast má við breiðri litapallettu af kraumandi tónlist suðursins og eru gestir hvattir til að halda hvorki aftur af mjaðmahnykkjum né framíköllum.

Los Bomboneros:

Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir: básúna og fiðla
Daníel Helgason: gítar og tres
Alexandra Kjeld: bassi og söngur
Kristofer Rodriguez Svönuson: slagverk

 

Los Bomboneros – ¡MAMBÓ!

ATH Tónleikar í nánd! Komið og dansið! // Attention Concert coming up!

Posted by Los Bomboneros on Föstudagur, 17. júlí 2020

Gammar

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði