Latínball Tómasar R.

Um viðburðinn

Árið 2014 hélt kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson tónleika með stóru latínbandi í heimabyggð sinni í Dölunum. Þeir voru uppistaðan í heimildarmyndinni Latínbóndinn sem frumsýnd var árið eftir. Nú í sumar kemur út í stafrænni útgáfu plata með úrvali laga frá þessum tónleikum og eins verða birt á annan tug myndbanda frá tónleikunum. Af því tilefni verður blásið til útgáfutónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þar sem Tómas kemur fram með níu manna hljómsveit og spilar sín þekktustu latínlög sem hafa verið endurhljóðblönduð, útsett fyrir stórsveitir og hljómað á latínútvarpsstöðvum um víða veröld.

FLYTJENDUR:

Tómas R. Einarsson: kontrabassi
Kjartan Hákonarson: trompet
Óskar Guðjónsson: tenórsaxófónn
Samúel Jón Samúelsson: básúna
Ómar Guðjónsson: gítar
Davíð Þór Jónsson: píanó
Matthías MD Hemstock: trommur, slagverk
Sigtryggur Baldursson: kóngatrommur
Sigríður Thorlacius: söngur
Bógómíl Font: söngur

 

Latínbóndinn:

Sjá alla viðburði