Kvartett Önnu Grétu

Um viðburðinn

Anna Gréta Sigurðardóttir hefur verið búsett í Svíþjóð síðan 2014 og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, orðið einn af eftirsóttustu jazzpíanistunum þar í landi. Hún hefur á síðustu árum raðað að sér verðlaunum og tilnefningum. Árið 2019 hlaut hún hin virtu Monica Zetterlund verðlaun, en þau hlýtur einn ungur og efnilegur jazztónlistarmaður í Svíþjóð á ári. Fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur 2020 hefur Anna Gréta fengið til liðs við sig þá Sölva Kolbeinsson á saxófón, Einar Scheving á trommur og Johan Tengholm á kontrabassa og saman munu þau leika efni af plötunni “Brighter” sem nýlega var gefin út af hinu virta plötufyrirtæki Naxos. Platan var samstarfsverkefni Önnu Grétu og gítarleikarans Max Schultz, en aðrir hljóðafæraleikarar á plötunni eru Joakim Milder, Christian Spering og Magnus Gran. Platan hefur hlotið lof gagnrýnenda bæði í Svíþjóð og á Íslandi.

Með forvitnina og sköpunargleðina að vopni tekur Anna Gréta að sér bæði stærri og smærri verkefni úr mismunandi stílum jazz hefðarinnar. Hún hefur sinn eigin persónulega stíl, frábæra píanótækni og þroskað músíkalískt innsæi. Sköpunargleði hennar er smitandi – með gleði og jákvæðni í fararteskinu lýsir hún upp umhverfi sitt.

– Rökstuðningur Monica Zetterlund nefndarinnar 2019

 

FLYTJENDUR:

Anna Gréta Sigurðardóttir: píanó
Sölvi Kolbeinsson: saxófónn
Johan Tengholm: kontrabassi
Einar Scheving: trommur

 

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði