Kvartett Freysteins

Um viðburðinn
Freysteinn er ekki hræddur við að fara sínar eigin leiðir í tónlist og það má heyra í mörgum lögum hans. Lögin geta skipt ört um takt, tóntegund, með ómstríð tónbilum, örar skiptingar á ólíkum köflum. Tónlist Freysteins er myndræn þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín.
Kvartett Freysteins ætlar að spila tónlist af plötunni “Í allar áttir en samt bara eina” . Platan er búin að fá góðar viðtökur og dóma í erlendum miðlum
„Overall, this is a truly unusual and innovative piece of music”,
– Adam Baruch.
Kvartettin er líka byrjaður að vinna nýtt efni sem þeir eru byrjaðir að þróa sem verður líka leikið. Ásamt Freysteini koma fram saxófónleikarinn Helgir Helgi R. Heiðarsson, Hilmar Jensson sem leikur á gítar og trommuleikarinn Óskar Kjartansson.
Freysteinn Gíslason : kontrabassi
Helgi R. Heiðarsson : saxófónn
Hilmar Jensson : gítar
Óskar Kjartansson : trommur