Kvartett Einars Scheving

Um viðburðinn

Kvartett Einars Scheving hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem ein fremsta hljómsveit íslenskrar djass-senu. Kvartettinn gaf út sína fjórðu plötu, Mi Casa, Su Casa, á síðasta ári og hlaut Einar sín fjórðu tónlistarverðlaun í kjölfarið – í þetta sinn sem Tónhöfundur ársins fyrir tónlistina á plötunni. Meðlimi kvartettsins þarf vart að kynna, en þeir eru, auk Einars, sem leikur á trommur og slagverk, bassaleikarinn Skúli Sverrisson, píanóleikarinn Eyþór Gunnarsson og saxafónleikarinn Óskar Guðjónsson. Munu þeir félagar leika blandað efni af plötum kvartettsins.

KVARTETT EINARS SCHEVING:

Einar Scheving: trommur
Skúli Sverrisson: bassi
Eyþór Gunnarsson: píanó
Óskar Guðjónsson: saxófónn

 

 

Sjá alla viðburði