Þórdís Gerður – Kurt Weill: Frá Berlín á Broadway

Um viðburðinn

Frá Berlín á Broadway: Sónata og sönglög eftir Kurt Weill.

Þórdís Gerður Jónsdóttir, sellóleikari, stendur fyrir tónleikum með verkum eftir þýska tónskáldið Kurt Weill sem sker sig úr tónlistarsögunni m.a. fyrir að hafa samið bæði sígilda tónlist og jazz. Tónleikarnir eru tvískiptir. Annars vegar verður frumflutt á Íslandi sónata Weills fyrir selló og píanó frá árinu 1920 og er frá þeim tíma sem Weill stundaði sígilt tónsmíðanám í Berlín. Hins vegar verða fluttar nýjar útsetningar Þórdísar á kabarett- og jazzlögum Weills fyrir jazzhljómsveit þar sem sellóið er í lykilhlutverki. Sá hluti tónleikanna inniheldur tónlist frá árunum 1928-1950 sem Weill vann í samstarfi við leikrita- og textahöfunda á borð við Bertolt Brecht í Berlín og Ira Gershwin í New York.

FLYTJENDUR:

Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló
Anna Guðný Guðmundsdóttir: píanó
Haukur Gröndal: klarinett og saxófónn
Ingi Bjarni Skúlason: píanó
Þorgrímur Jónsson: kontrabassi
Matthías MD Hemstock: slagverk

 

 

Sjá alla viðburði