Jónsson & Jónsson kvartett

Um viðburðinn

Kvartettinn er hljómsveit bræðranna Ólafs og Þorgríms Jónssona og ætla þeir að bjóða uppá sambland af sínum eigin tónsmíðum af tveimir diskum sem þeir gáfu út fyrir nokkru auk þess að leika nýtt efni. Með þeim verða þeir Agnar Már Magnússon píanóleikari og trommuleikarinn Scott McLemore.

Bræðurnir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum. Bassaleikarinn Þorgrímur og saxófónleikarinn Ólafur hafa leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna. Þorgrímur hlaut Íslensku tónlistarveðlaunin árið 2017 í flokki jazz og blús fyrir geisladisk sinn Constant Movement ásamt tónsmíðum. Ólafur sendi frá sér geisladiskinn, Tími til kominn árið 2017 og hlaut hann fjölda tilnefninga til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið síðar.

JÓNSSON & JÓNSSON KVARTETT:

Ólafur Jónsson: saxófónn
Þorgrímur Jónsson: kontrabassi
Agnar Már Magnússon: píanó
Scott McLemore: trommur

 

 

Gammar

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði