Jónsson & Jónsson kvartett

Um viðburðinn

Bræðurnir Ólafur og Þorgrímur Jónssynir hafa víða komið við í íslensku tónlistarlífi á undanförnum árum og hafa þeir bassaleikarinn Þorgrímur og Ólafur sem leikur á saxófóna leikið með rjóma íslenskra tónlistarmanna. Þorgrímur hefur gefið út tvær plötur, Constant Movement 2016 og Hagi 2022. Hlaut fyrri platan Íslensku tónlistarveðlaunin í flokki jazzi og blús. Ólafur sendi frá sér sinn fyrsta geisladisk, Tími til kominn árið 2017 sem var einnig tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunana fyrir tónsmíðar og skífuna sjálfa. Þeir bræður mæta hér með kvartett sem leikið hefur á þónokkrum tónleikum á undaförnum misserum og bjóða uppá sambland af sínum uppáhalds jazz standördum ásamt eigin tónsmíðum af fyrrnefndum diskum. Með þeim verða Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari og trommuleikarinn Erik Qvick.

Ólafur Jónsson : saxófónn
Þorgrímur Jónsson : bassi
Ásgeir Ásgeirsson : gítar
Erik Qvick : trommur

Sjá alla viðburði