Jonathan Kreisberg Quartet (US)

Um viðburðinn

Athugið! Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Gítarleikarinn Jonathan Kreisberg er einn af mest spennandi hljóðfæraleikurum og tónskáldum jazzins í dag. Hann sameinar tímalausa laglínusköpun og framúrstefnulega nálgun á línur og áferð tónlistarinnar og hefur stíll hans og spilamennska laðað að sér stóran hóp aðdáenda á heimsvísu. Hann fer reglulega í tónleikaferðlaög um heiminn og tekur upp tónlist með eigin verkefnum, sem og listamönnum á borð við Dr. Lonnie Smith, sem lét eftirfarandi orð falla um Kreisberg: „“He is a passionate musician with great vision, and he is constantly in fiery pursuit of innovation““ (ísl. “Hann er ástríðufullur tónlistarmaður með sterka sýn og er í stöðugri og ákafri leit að nýsköpun”).

Á Jazzhátíð Reykjavíkur 2022 kemur Jonathan fram með nýjan og spennandi kvartett:

Jonathan Kreisberg : gítar
Marko Churnchetz : píanó
Phil Donkin : bassi
Eric Harland : trommur

Meira um Jonathan Kreisberg:

Jonathan Kreisberg fæddist í New York og á þaðan góðar tónlistartengdar minningar úr æsku. „Ég var svo heppinn að alast um á heimili þar sem finna mátti stórt og fjölbreytt plötusafn, sem innihélt m.a. plötu John Coltrane My Favorite Things, Concierto de Aranjuez leikið af John Williams og Disraeli Gears með hljómsveitinni Cream.”
Jonathan fluttist ungur með fjölskyldu sinni til Miami og hóf að læra á gítar við 10 ára aldur. Sextán ára komst hann inn í New World School of the Arts og nam svo við University of Miami á fullum námsstyrk. Hann var ennþá táningur þegar fjallað var um hann bæði í Guitar Player og Downbeat. Frá því að hann sneri aftur til New York borgar snemma á þrítugsaldri hefur Jonathan unnið með mörgum stórum nöfnum jazzheimsins, á borð við Dr. Lonnie Smith, Lee Konitz, Joe Locke, Stefano Dibatista, Ari Hoenig, Joel Frahm, Don Friedman, Greg Tardy, Donald Edwards, Jane Monheit og Yosvany Terry. Hann hefur einnig ýmsar stærðir og gerðir hljómsveita, ásamt tónlistarmönnum eins og Bill Stewart, Larry Grenadier, Gary Versace, Mark Ferber, Kevin Hays og Scott Wendholt, meðal annarra.

Jonathan hefur gefið út tíu plötur með böndum sem hann leiðir sjálfur, þar á meðal tvær af nýjustu plötum hans, CAPTURING SPIRITS – JKQ LIVE! og KREISBERG MEETS VERAS. Sú fyrrnefnda er hans fyrsta „live” plata þar sem kynntur er nýr kvartett undir hans stjórn og sú síðarnefnda kynnir og skjalfestir tónlistarlega vináttu hans og nælonstrengja meistarans Nelson Veras.

Aðrir tónleikar á sama kvöldi:

NOR feat. Jorge Rossy (DK/IS/ES)

Rebekka Blöndal

Siggi Flosa og Sálgæslan

Sjá alla viðburði