Jóel Pálsson & Eyþór Gunnarsson

Um viðburðinn

Jóel Pálsson saxófónleikari og Eyþór Gunnarsson píanóleikari berhátta ýmis þekkt íslensk lög, hræra í jazzpottinnum og súpa seyðið af því. Efnisskráin inniheldur allt frá þjóðlögum til nýrri dægurlaga sem gætu jafnvel kallast íslenskir “standardar”.

Jóel og Eyþór sendu frá sér plötuna Skuggsjá árið 2004 en sú skífa var einmitt tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna sama ár.

FLYTJENDUR:

Jóel Pálsson: saxófónar og klarinettur
Eyþór Gunnarsson: píanó

 

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði