Ingibjörg Turchi: Eonia (IS)

Um viðburðinn
Ingibjörg Turchi-Eonia (IS)
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 19:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Eonia er nýtt verk úr smiðju bassaleikarans og tónskáldsins Ingibjargar Turchi. Hefur það verið í vinnslu síðustu misseri eftir að önnur plata hennar, Stropha, kom út árið 2023. Á þeirri plötu bættust þrír tréblástursleikarar við hennar hefðbundnu hljómsveit.
Verkið er samið með samhljóm tréblástursins í huga í bland við hljóðfæri ryþmasveitarinnar. Eins og á fyrri plötum Ingibjargar er unnið með opin form og frjálsan
spuna sem svo koma saman í nákvæmari útsetningum og mynda þannig þann hljóðheim sem hún hefur verið að byggja upp síðustu ár.
Verkið verður flutt í heild sinni en verður rammað inn af tónlist af plötum hennar Meliae og Strophu.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*