HÓBiT

  • Mengi
  • 21:15
  • 3.000 kr. (2 atriði)

Um viðburðinn

HÓBiT samanstendur af Helga Rúnari Heiðarssyni, Óskari Kjartanssyni, Birgi Steini Theodorssyni og Tómasi Jónssyni. Þeir hafa spilað saman í tónlistarheimum í alls kyns samsetningum um árabil og njóta þess mjög. Í september s.l. héldu þeir í stúdíó og tóku upp plötu sem ber nafnið Japl (kom út 16. janúar) og inniheldur tónlist eftir Helga. Tónlistin einkennist af samspili, spuna og grípandi laglínum. Allir frá leynispæjurum til barna geta notið þess að hlusta, sofa, læðast eða dansa við tónlistina sem kvartettinn skemmtir sér við að spila.

FLYTJENDUR:

Helgi Rúnar Heiðarsson: saxófónar
Óskar Kjartansson: trommur
Birgir Steinn Theodorsson: kontrabassi
Tómas Jónsson: píanó og farfísa

 

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði