Halli Gudmunds – Cuban Club (IS)

Um viðburðinn

Halli Gudmunds – Cuban Club (IS)
Föstudagurinn 29. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*

Halli Guðmunds Club Cubano kynnir nýjustu plötu sína „Live at Mengi“ en Halli setti saman sex hljóðfæraleikara til þess að útsetja og hljóðrita ný lög eftir sig í Kúbönskum og Kólumbískum tónlistarstíl. Platan var tekin upp á tónleikum með áheyrendum í Mengi við Óðinsgötu þar sem Halli hefur oft komið fram með mismunandi verkefni allt frá stofnun þess listarýmis. Þess má geta að umbúðir plötunnar innihalda ljósverkabók eftir Evu Schram sem er höfundur alls myndefnis plötunnar.

 

Með Halla, sem leikur á rafbassa eru:

Daníel Helgason – tres gítar og orgel, ásamt að vera pródúsent verkefnissins
Hilmar Jensson – rafgítar
Jóel Pálsson – tenor og sópran saxófón
Matthías Hemstokk – trommur
Kristofer Rodriguez Svönuson – slagverk

 

*Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Sjá alla viðburði