Hafdís Bjarnadóttir & Parallax

Um viðburðinn

Norska spunadjasshljómsveitin Parallax ásamt Hafdísi Bjarnadóttur rafgítarleikara og tónskáldi hafa undanfarin ár spunnið saman tónlist sem byggir á hljóðupptökum úr íslenskri náttúru. Hljóðunum safnaði Hafdís mestmegnis á nóttunni um nokkurra ára skeið og árið 2015 kom út diskurinn Sounds of Iceland undir nafni hennar í samstarfi við þýska útgáfufyrirtækið Gruenrekorder. Á þessum tónleikum jazzhátíðarinnar verður efni nýrrar plötu sem Hafdís og Parallax hljóðrituðu í Akranesvita gert opinbert með útgáfutónleikum í Flóa í Hörpu. Vegna Covid 19 mun Hafdís leika á sviðinu en Parallax af skjá með gæðahljómburði. Áhorfendur verða leiddir í ferðalag um landið með stuðningi trompets, tveggja rafgítara og slagverks auk náttúruhljóðanna.

Meira um Hafdísi Bjarnadóttur hér.

Parallax hefur frá stofnun sveitarinnar árið 2008 þróað með sér einstakan stíl með því að skapa heildarhljóðmynd úr mjög margvíslegum hljóðgjöfum. Tónlistin getur verið allt frá því taktföst og hávaðakennd til þess að vera ljóðræn og innhverf. Sveitin hefur leikið á fjölmörgum plötum, bæði undir eigin nafni og í samstarfi við aðra. Hún hefur starfað með ýmsum tónskáldum, tónlistarmönnum og listamönnum, t.d. Hong Kong New Music Ensemble, Anders Tveit, Elisabeth Kjeldahl Nilsson og Evelina Dembace. Parallax hefur á síðustu árum leikið tónlist sína í Noregi, Bretlandi, Frakklandi, á Spáni, í Þýskalandi, Brasilíu, Ítalíu, Slóveníu, Singapúr og Kína.

Smelltu hér fyrir vefsíðu Parallax.

 

 

 

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði