Guðmundur Pétursson

Um viðburðinn

Guðmundur Pétursson gítarleikari heldur einleikstónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur 2021. Hann mun leika tónlist af plötum sínum ásamt nýjum flokki verka sem eru óður til Reykjavíkur/sögur úr hverfum. Tónlistin er jazzvæddur post-genre bræðingur þar sem m.a. kraut, prog, alt-rokk, nýklassík og ethno blús koma fyrir (eða ekki).

Guðmundur Pétursson hefur á ferli sínum staðið á sviði með ólíkum listamönnum á borð við Pinetop Perkins, Bubba Morthens og Pattie Smith auk þess að leika inn á ótal plötur. Hann hefur gefið út plötu þríleikinn Ologies, Elabórat og Sensus (2008-2015) og Concerto for Electric Guitar and Orchestra (2019). Guðmundur hefur auk þess samið verk fyrir Sinóníuhljómsveit Norðurlands, Kammersveit Reykjavíkur og Stórsveit Reykjavíkur. Hann hefur hlotð ÍTV fyrir Gítarleikara ársins (1993-96), Poppplötu ársins 2007 (ásamt Megasi & Senuþjófunum), Jazztónverk ársins 2015, Jazzplötu ársins 2017 (ásamt Annes) auk margra tilnefninga.

 

 

DJÄSS

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði