Gork – Óskar Kjartansson

Um viðburðinn

Gork – Óskar Kjartansson – Útgáfutónleikar

Gork er fyrsta Plata Óskars Kjartanssonar. Hún var gefin út af Reykjavík Record Shop í ágúst 2022 og var valin Jazz Ársins af Morgunblaðinu og tilnefnd til Kraumsverðlaunanna. Tónlistin einkennist af miklum rokk-, eða jafnvel metaláhrifum og er því einskonar samsuða af rokki og jazzi. Tónlistin er samin í kringum bassa og gítar riff fremur en hefðbundnari hljómaganga í þeim tilgangi að vera einföld í sniðum, með mikið pláss fyrir hljóðfæraleikara að fylla inn í eyðurnar með spuna. Laglínurnar eru einnig oftar en ekki tilraunir í kringum ryðma fremur en tóna. Óskar fagnar útgáfu plötunnar með þessum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur þar sem platan verður spiluð í heild sinni ásamt nýrra óútgefnu efni.

Óskar Kjartansson – Trommur
Gabríel Markan – Gítar
Valdimar Olgeirsson – rafbassi
Helgi Rúnar Heiðarsson – Saxófónar
Tumi Árnason – Tenor Saxófónn

 

Sjá alla viðburði