Gammar

Um viðburðinn

Íslenska jazzrokksveitin Gammar hefur verið með fremstu sveitum sinnar tegundar um árabil. Hljómsveitin hefur verið atkvæðamikil í jazz-rokk tónlistinni á Íslandi og gefið út 3 hljómplötur með frumsömdu efni hljómsveitarmeðlima. Gammar hafa haldið tónleika víða hér á Íslandi, Svíþjóð, Skotlandi og víðar í Evrópu.

Þrír meðlimir hljómsveitarinnar hafa verið með frá upphafi en það eru þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Stefán S. Stefánsson saxófónleikari og Þórir Baldursson píanó og orgelleikari. Auk þeirra leika í hljómsveitinni þeir Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari og Sigfús Óttarsson trommuleikari.

Hljómsveitin hefur verið iðin við æfingar og tónsköpun og er nýtt efni frá Gömmum að líta dagsins ljós innan skamms. Hér verður því á ferðinni nýtt jazz-rokk efni frá íslenskri hljómsveit.

GAMMAR:

Björn Thoroddsen: gítar
Stefán S. Stefánsson: saxófónn
Þórir Baldursson: píanó og orgel
Bjarni Sveinbjörnsson: bassi
Sigfús Óttarsson: trommur

 

Gammar

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði