Frelsissveit Íslands

Um viðburðinn

Þjóðvor vorþjóðarinnar dregið niður í forarvilpu smásála.

Á tíu ára afmælisári Frelsissveitar Íslands verður frumflutt verk eftir Hauk Gröndal í 8 þáttum fyrir níu manna band. Verkið er einslags klippiverk með flutningi á textaslitrum og spuna raddlistamannsins Sverris Guðjónssonar í samspili við fjölskrúðugan hóp ævintýragjarnra spunamanna.

Andi mennskunnar hefur sig til flugs í tilraun til að kæfa heftandi öfl fordóma, úrkynjunar og smásálarskapar.

FRELSISSVEIT ÍSLANDS:

Haukur Gröndal: tréblásturshljóðfæri
Óskar Guðjónsson: saxófónn
Snorri Sigurðarson: trompet
Samúel Jón Samúelsson: básúna
Kjartan Valdemarsson: píanó
Birgir Steinn Theodórsson: kontrabassi
Magnús Trygvason Eliassen: trommur
Pétur Grétarsson: slagverk
Sverrir Guðjónsson: raddir

 

 

Sjá alla viðburði