Fermented Friendship: Magnús Jóhann & Óskar Guðjónsson (IS)

Um viðburðinn
Fermented Friendship: Magnús Jóhann & Óskar Guðjónsson (IS)
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 21:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*
Píanóleikarinn Magnús Jóhann og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson hafa ýmsa fjöruna sopið, saman og í sitthvoru lagi. Óskar er einn fremsti djasstónlistarmaður landsins og Magnús einn virkasti músíkant í Reykjavík. Leiðir þeirra lágu fyrst saman í hljómsveitinni Moses Hightower og með söngkonunni Bríeti en haustið 2024 gáfu þeir út hljómplötuna Fermented Friendship. Platan inniheldur nýjar tónsmíðar þeirra beggja þar sem dúnmjúkur hljómur Óskars nýtur sín vel í samtali við fagran píanóleik Magnúsar. Þeir hljóðrituðu plötuna í Norðurljósasal Hörpu í maí 2023 eftir vetrarlangt undirbúningsferli og koma nú fram á Jazzhátíð Reykjavíkur haustið 2025.
Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*