Erik Qvick 4tet

Um viðburðinn

Um er að ræða nýjan og spennandi kvartett sem trommarinn Erik Qvick hefur sett saman fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur. Kvartettinn skipa, auk Eriks, reynsluboltarnir Ásgeir Jón Ásgeirsson á gítar, Haukur Gröndal á saxófón og Svíinn Andreas Hellkvist sem margir telja einn besta hammondleikara Norðurlandanna. Efnisskráin samanstendur af frumsömdu efni og standördum i eigin útsetningum.

FLYTJENDUR:

Erik Qvick: trommur
Andreas Hellkvist: orgel
Ásgeir Ásgeirsson: gítar
Haukur Gröndal: saxófónn

 

 

 

Sjá alla viðburði