Edda Borg

Um viðburðinn

Edda Borg steig á svið sem söngkona og píanóleikari árið 1980 í Hljómsveit Gunnars Þórðasonar á veitingahúsinu Broadway. Edda varð fljótlega áberandi á hinu Íslenska tónlistarsviði sem hljómborðsleikari og söngkona en þar má nefna Euróvision keppnina, hljómsveitina Módel og Hljómsveit Eddu Borg en þar söng Edda Jazz standarda. Edda stofnaði Tónskóla Eddu Borg árið 1989 og rekur enn þann dag í dag.

Edda hefur dálæti á Smooth Jazz tónlistarstílnum og stígur nú fram á Jazzhátíð Reykjavíkur sem píanóleikari og flytur sínar eigin tónsmíðar sem hlotið hafa mjög góðar undirtektir víða um lönd.

Í hljómsveit Eddu á þessum tónleikum er valinn maður í hverju rúmi en með henni leika þeir Agnar Már Magnússon á hljómborð, Benedikt Brynleifsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Friðrik Karlsson á gítar. Áheyrendur mega búast við að heyra lög af plötunum New Suit (2019) og No Words Needed (2015) og það er aldrei að vita nema nýtt efni slæðist með.

 

Edda Borg : píanó
Bjarni Sveinbjörnsson : bassi
Friðrik Karlsson : gítar
Agnar Már Magnússon : hljómborð
Benedikt Brynleifsson : trommur

 

 

 

DJÄSS

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði