DJÄSS

Um viðburðinn

DJÄSS skipað Karli Olgeirssyni, píanóleikara, Kristni Snæ Agnarssyni, trommuleikara og Jóni Rafnssyni, bassaleikara, hefur starfað frá árinu 2010. Tríóið, sem fyrstu 10 starfsárin bar nafnið Hot Eskimos, hefur skapað sér nafn og sérstöðu með jazzútsetningum á íslenskum rokk-, punk- og dægurlögum. Þannig var lagavalið á þeirra fyrsta geisladiski „Songs From the Top of the World“ (2011) og fékk hann frábæra dóma gagnrýnenda. Þessi diskur er nú einnig fáanlegur á vinyl. Á disknum „We ride Polar Bears“ (2013) kvað við annan tón, en þar mátti heyra, auk þekktra íslenskra laga, nokkur frumsamin lög og erlend.

Þeir félagar hafa nú lokið upptökum á nýrri plötu sem að mestu inniheldur frumsamið efni og kemur hún út í október næstkomandi. Á þessum tónleikum munu þeir nær eingöngu flytja efni af þessari væntanlegu hljómplötu, sem ber nafnið DJÄSS.

 

Karl Olgeirsson : píanó
Jón Rafnsson : bassi
Kristinn Snær Agnarsson : trommur

 

 

 

DJÄSS

  • Ráðhús Reykjavíkur
  • 17:00
  • Frítt inn
Sjá alla viðburði