Dalalæða

Um viðburðinn

Á afmælishátíð Jazzhátíðar mun hljómsveitin Dalalæða frumflytja tónverk sem tvinnar saman dómsdagsdjassi við aldagamla ljóða- og rímnahefð Íslendinga, þar sem notast verður við töluð orð á íslensku í stað söngs. Tónlistin einkennist af naumhyggju og hægum framgangi þar sem leitast er við að brjótast út hinum hefbundnu viðjum dúr- og mollhljómkerfanna. Tvinnað er saman hinu hefbundna píanótríói jazzins við nýklassíska áferð bassaklarínettsins ásamt rafhljóðum og upptökum teknum úr íslensku umhverfi í borg og náttúru. Viðfangsefnið í textagerðinni og innblástur tónlistarinnar sækja í íslenska samfélagssögu og þar sem legið var yfir heimildum úr verkefninu Dysjar hinna dæmdu, sem fjallar um aftökur á Íslandi frá sextándu öld fram á þá nítjándu.

Meðlimir Dalalæðu hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi og má þar nefna hljómsveitir eins og Amiina, Hjálma, Móses Hightower, Epic Rain, The Ghost Choir, ADHD, Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, Flís, Stórsveit Reykjavíkur og Annes.

DALALÆÐA:

Hannes Helgason: píanó
Jóel Pálsson: bassaklarínett, kontrabassaklarínett, sópran saxafónn
Jóhannes Birgir Pálmason: ljóðagerð og ljóðalestur, hljóðsmölun
Magnús Trygvason Eliassen: trommur
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson: kontrabassi

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði