Charlie Parker 100 ára

Um viðburðinn

Opnunardag Jazzhátíðar Reykjavíkur 2020 ber upp á afmælisdag meistara Charlie Parker, 29. ágúst. Þá eru nákvæmlega 100 ár síðan þessi brautryðjandi jazztónlistar nútímans fæddist. Af því tilefni verða tónleikar honum til heiðurs þar sem Sigurður Flosason fer fyrir einvalaliði hljóðfæraleikara úr jazz- og klassísku geirunum sem sameinast til að flytja lög af ódauðlegum plötum Parkers frá 1950 sem bera titilinn „Charlie Parker with Strings“. Þessar skífur voru þær vinsælustu sem Parker gaf út og voru þær teknar inn í Grammy Hall of Fame árið 1988.

Plöturnar voru elskaðar af sumum en öðrum þóttu útsetningarnar væmnar og ósmekklegar. Í dag eru þessar plötur þó yfirleitt álitnar meistaraverk. Charlie Parker var áhugasamur um klassíska tónlist og flygdist með nýjum straumum á því sviði. Hann hafði lengi gengið með þann draum að í maganum að taka upp með strengjasveit þegar honum tókst loks að sannfæra útgefanda sinn um að leggja í þessa óvenjulegu vegferð.

FLYTJENDUR:

Sigurður Flosason: altó saxófónn
Anna Gréta Sigurðardóttir: píanó
Johan Tengholm: kontrabassi
Einar Scheving: trommur
Peter Tompkins: óbó og englahorn
Bryndís Pálsdóttir: fiðla
Margrét Þorsteinsdóttir: fiðla
Matthías Stefánsson: fiðla
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir: fiðla
Eyjólfur Bjarni Alfreðsson: víóla
Kathryn Harrison: víóla
Bryndís Björgvinsdóttir: selló
Katie Buckley: harpa

 

Tengdir listamenn

Sjá alla viðburði