Cathrine Legardh / Sigurður Flosason kvintett (DK/IS)

Um viðburðinn

Saxófónleikarinn Sigurður Flosason og danska söngkonan Cathrine Legardh eiga að baki langt og mikið samstarf. Árið 2011 sendu þau frá sér tvöfalda geisladiskinn Land & Sky en hann innihélt 20 lög eftir Sigurð við texta eftir Cathrine. Diskurinn hlaut tilnefningar til bæði danskra og íslenskra tónlsitarverðlauna og í framhaldinu spiluðu þau mikið í Danmörku en komu einnig fram á hátíðum á Íslandi og Taílandi. Nú taka þau upp þráðinn aftur og nýr diskur kom út hjá Storyville útgáfunni í Kaupmannahöfn í júní. Diskurinn ber titilinn „Silhed og Storm“ og í þetta sinn eru textarnir allir á dönsku. Þeir fjalla um lífið og tilveruna frá ýmsum sjónarhornum og tónlistin teygir sig í ýmsar áttir, meðal annars í átt að norrænni vísnatónlist. Anna Gréta Sigurðardóttir leikur á píanó, Birgir Steinn Theódórsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur.

 

Cathrine Legardh : rödd
Sigurður Flosason : saxófónn
Anna Gréta Sigurðardóttir : píanó
Birgir Steinn Theódórsson : kontrabassi
Einar Scheving : trommur

 

 

 

 

 

Sjá alla viðburði