Brekky Boy (AUS)

Um viðburðinn

Brekky Boy (AUS)
Laugardagurinn 30. ágúst kl. 22:00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*

Þegar draumurinn um að keppa í World Surf League fjaraði út, ákvað hljómsveitin Brekky Boy að gefa djassinum séns. Útkoman er eitthvað ófyrirsjáanlegt þar sem raftónlist, beat-músík og djassspuni mætast – auk þess að henda hlutum í meðlimi á meðan þeir reyna að spila einleik.

Þeir voru tilnefndir til Montreux Jazz Award og hafa hitað upp fyrir stórnöfn á borð við Snarky Puppy, Ambrose Akinmusire og Theo Croker. Brekky Boy hefur hlotið alþjóðlega athygli og ferðast víða með tónlist sína, meðal annars á hátíðir eins og SXSW, Montréal International Jazz Festival, Montreux Jazz Festival, London Jazz Festival og Jazzahead.

Brekky Boy kemur frá suðurströnd Nýja Suður-Wales í Ástralíu og hefur haldið sjálfstæði sinni frá upphafi. Þeir hafa safnað milljónum áhorfa á TikTok og Instagram – aðallega fyrir skelfilegar útgáfur af vinsælum lögum.

„Ljóðrænar laglínur, kröftugar fjölrytmar, framúrstefnuleg sveifla í anda EST/Tigran og enginn skortur á áströlskum húmor…“ – Jazzwise

Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.*

Sjá alla viðburði