Bliss Quintet (IS/NO)

Um viðburðinn

Bliss Quintet (IS/NO)
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20.00
Harpa, Norðurljós
Kvöldpassi*

Bliss Quintet er ein ferskasta hljómsveitinin í norsku djasssenunni og hafa vakið mikla athygli með plötunum Dramaqueen (2022) og Glasshouse (2023). Tónlist sveitarinnar einkennist af dramatískum ballöðum, kraftmiklum blástursröddum, flóknum rythma og opnum hljómheimum. Hljómsveitin hefur komið fram á mörgum virtum hátíðum og djassklúbbum víðs vegar um Evrópu og er þekkt fyrir einstakan hljóm.

Meðlimir:
Oscar Andreas Haug – trompet
Zakarias Meyer Øverli – saxófónn
Benjamín Gísli Einarsson – píanó
Gard Kronborg – bassi
Rino Sivathas – trommur

👉 www.blissquintet.com
📺 Youtube
📘 Facebook
📸 Instagram

* Kvöldpassi er í boði öll kvöld hátíðarinnar í Hörpu en hann veitir aðgang að öllum tónleikum viðkomandi kvölds. Allir tónleikar fara fram í Norðurljósasal á 2. hæð. Ekki er selt inn á staka tónleika á kvölddagskrá í Hörpu.

Sjá alla viðburði